Þriðji mánudagur í Janúar er versti dagur ársins.

Hæ,

Las það í dag að þriðji mánudagur í Janúar er talinn versti dagur ársins...það er svo skemmtilegt að þessa frétt man ég að hafa lesið fyrir ári síðan. Kann að vera rétt...en dagurinn í dag leið nú bara hjá furðuvel. Vinnan var "easy fix" eins og vinnufélagi minn segir...reyndar þegar hann segir þetta þá fyrst fer ég að hafa áhyggjur.

Annars ósköp fátt að frétta...sami grautur í sömu skál. Örlítið fleiri á heimilinu þessa dagana. Tveir gríslíngar og Mjólkurfræðingur með meirapróf.

Á morgun verður nútíma messías settur í valdamesta embætti í heimi og ekki laust við að hysterían sé að fara með allt og alla. Blessaður Obama þarf að standa undir væntingum sem eru meiri en þegar íslenska landsliðið í handbolta mætir á stórmót. Vona að hann fái smá séns blessaður.

Jæja, læt þetta duga í bili.

ble ble

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur